Sigmund Sleppibúnaður

Um búnaðinn

Árið 1980 kom Sigmund fram með byltingarkennda aðferð til sjálfvirkrar sjósetningar á gúmíbjörgunarbátum. Sigmundsbúnaðinn, sem byggir á því að þrýstiloftbúnaður sjósetur gúmíbjörgunarbátana í þeim tilfellum sem skipverjar ná ekki að gera það sjálfir. Var hann fyrst settur um borð í skip hér á landi árið 1981. Enn þann dag í dag framleiðir Vélaverkstæðið Þór sleppibúnaðinnn sem Sigmund hannaði, Sigmundsgálga. Búnaðurinn hefur í tímans rás þrósast í framleiðslu hjá Þór.

Sigmundsbúnaðurinn er sá eini sem er er framleiddur hér á landi og hefur hann bjargað mörgum mannslífum. Sigmundsbúnaðurinn er merkilegur hluti af sögu Þórs. Fyrsti búnaðurinn var settur í KAP VE árið 1981 og gerðu þá flestir ráð fyrir að þessari viðbót við björgunarbúnað sjómanna yrði himinhöndum tekið. Sú varð þó ekki raunin og hófst löng og erfið barátta Sigmunds, Vélaverkstæðisins Þórs og áhugamanna í Vestmannaeyjum um öryggi sjómanna. Lauk þeirri báráttu ekki fyrr en 14 árum síðar þegar Siglingamálastofnun viðurkenndi hann í annað sinn. Árið 1999 lauk endanlegum prófunum á S-2000 gerðinni af Sigmundsgálganum og fékk hann þá viðurkenningu Siglingarstofnunar. Er nú skylt að hafa sjálfvirkan sleppibúnað í skipum yfir ákveðinni stærð og hafa tvær gerðir af Sigmundsbúnaði fengið löggildingu.
Image

Fyrirtækið

Fyrirtækið er mjög vel tækjum búið og hefur tölvustýrðum vélum fjölgað í takt við þróun slíkra tækja.

Þjónusta

Við þjónustum meðal annars sjávarútveg og fiskvinnslur.
Lesa nánar
Hafa samband

Norðursund 9, 900, Vestmannaeyjar
(+354) 481-2111
velathor@velathor.is

Fylgstu með