Sigmund

Sigmundsbúnaðurinn í 30. ár 1981-2011

Höfuðkostur Sigmundsbúnaðarins er sá að geta sjósett og losað gúmmíbjörgunarbáta án þess að mannshöndin komi þar nokkurs staðar nærri. Sigmundsbúnaðurinn var fyrst settur um borð í skip árið 1981, en síðan þá hefur hann bæði bjargað mannslífum og sannað gildi sitt.
Það er einlæg ósk bæði hönnuðar búnaðarins og framleiðanda hans að áhafnir þeirra skipa sem búin eru Sigmundsbúnaðinum þurfi aldrei að nota hann. En það er jafnframt trú og fullvissa þessara sömu manna, að ef til þess komi, þá geti áhöfnin treyst því fullkomlega að skip þeirra sé búið þrautreyndasta og öruggasta búnaði sinnar tegundar sem fáanlegur er í heiminum í dag. 

 

Inngangur

Sjósetningarbúnaður er skilgreining á búnaði til þess að sjósetja gúmmíbjörgunarbáta frá skipi með möguleikum á sjósetningu frá fleiri en einum stað og á ýmsa vegu, þ.e.
- Handvirkt: Þá er björgunarbáturinn losaður á hefðbundinn hátt.
- Með fjarstýringu: Búnaðurinn er þá ræstur með því að toga í handfang sem tengt er búnaðinum með vír.
- Sjálfvirkt: Þá ræsist búnaðurinn af sjóstýribúnaði sem tengdur er sjósetningarbúnaðinum.
Sigmundsbúnaðurinn er hannaður fyrir allt að 180 kg gúmmíbjörgunarbáta.

 

Virknilýsing 

- Með fjarstýringu: Þegar togað er í handfang, sem tengt er við læsingarkassa, opnast dragloka við það að læsingararmur gengur til og gormur (með hjálp "kúrvu") þrýstir draglokunni opinni. Þegar draglokan er opin er gúmmíbjörgunarbáturinn og sætið sem hann er í laus. Sætið er á gálgaenda sem er á löm fastri við skipið. Þegar læsingararmurinn gengur til opnar hann fyrir þrýstiflösku og lofttegundin sem í flöskunni er streymir um löftlögn í belg sem staðsettur er undir gálganum. Belgurinn þrýstir gálganum út, gúmmíbjörgunarbáturinn fellur í sjóinn og blæs upp.
 
- Sjálfvirkt: Þegar sjór fer um sjóstýribúnað togar hann í vír, sem tengdur er læsingararminum í læsingarkassanum, við það að sérstök tafla sem í honum er leysist upp. Tafla þessi heldur fjöður forspenntri þannig að þegar spennan fer af fjöðrinni, opnast fyrir þrýstihylki og lofttegund sem í hylkinu er, virkar á bullu sem togar í vírinn og læsingararmurinn í læsingarkassanum gengur til.

 

Ísing 

Þrátt fyrir15-20 cm ísingu sjósetur búnaðurinn björgunarbátinn samstundis. Myndirnar á síðu merkt ÍSING sýna Sigmund sjósetningarbúnaðinn sprengja 15-20 cm ís sem tók 5 daga að myndast við -27°C. Búnaðurinn virkar fullkomlega við allt að 10 tonna þrýsting.
 
Hér má nálgast eldri vef um Sigmunds búnaðinn